Árið 1862 skrifaði hann Hugvekju til Íslendinga þar sem hann hvatti til byggingar „Þjóðlegs forngripasafns“ og þangað „áttu menn að safna öllum þeim vopnum, sem til eru og sem hér eftir finnast í jörðu, öllum leifum af fornum byggingum, stólum, súlum, útskornum syllum, skápum, kistum, örkum, byrðum etc., hestbúnaði, verkfærum, búningi, skrauti, húsbúnaði, veggtjöldum, klæðnaði, myndum merkra manna, málverkum etc.“


Stofnun íslensks forngripasafns var brýn að mati Sigurðar. Í Hugvekju sinni skrifaði hann:  „vér verðum nú að hugsa annaðhvort af eða á, bæði í þessu og öðru ef við viljum vera þjóð“

Ári eftir þessa brýningu Sigurðar var Forngripasafnið stofnað og varð Sigurður ráðinn til safnsins skömmu eftir stofnun þess. Árið 1911 var nafni safnsins breytt í Þjóðminjasafn Íslands.

Heimildamynd um Sigurð Guðmundsson málara

(1833 - 1874)


Heimildamyndin sem hér er kynnt fjallar um Sigurð Guðmundsson málara  og margvísleg hugðarefni hans.


Sigurður Guðmundsson málari dó ungur að árum 1874. Þrátt fyrir skamma ævi liggja eftir hann fjölmörg verk, bæði í myndlist og á sviði ýmissa framfaramála sem hann bar fyrir brjósti.


Sigurður fæddist í Skagafirði og fór ungur til náms í Kaupmannahöfn árið 1848 og stundaði nám við Konunglegu dönsku fagur-listaakademíuna í Kaupmannahöfn á árunum 1850-1858. Eftir heimkomuna gerðist hann forgöngumaður á ýmsum sviðum, með hans eigin orðum var hann „framsögumaður í þeim málum, sem aldrei höfðu verið borin upp hér á landi fyrr“.


Hann er þekktastur fyrir störf sín að gerð nýrra þjóðbúninga, stofnun Forngripasafnsins (sem síðar varð Þjóðminjasafnið), og sem frumkvöðull í leikhúsmálum í Reykjavík. Hann samdi leikrit, teiknaði leiktjöld og búninga og einnig farðaði hann leikarana.

Auk þess liggja eftir hann hugmyndir um framfara- og menningarmál, m.a. um útivistarsvæði í Laugardalnum, Skólavörðuna á holtinu og styttuna af Ingólfi Arnarsyni.


Handrit:

Terry Gunnell, Karl Aspelund,

Hjálmtýr Heiðdal


Stjórn:

Hjálmtýr Heiðdal


Kvikmyndataka:

Arnar Þórisson


Klipping:

Anna Þóra Steinþórsdóttir


Lengd: 55 mínútur



Ef við viljum

vera þjóð

Sigurður Guðmundsson málari

Myndin er á undirbúningsstigi