Hornstrandir og Jökulfirðir í nútíð og fortíð.

Hornstrandir og Jökulfirðir eru með afskekktustu svæðum Íslands en jafnframt meðal hinna fegurstu. Þverhníptir hamraveggir iðandi af lífi, gróðurvinjar sem minna helst á suðræna aldingarða og einstakt dýralíf gerir þetta svæði ógleymanlegt öllum sem þangað koma.

En saga mannabyggðar á þessu svæði er ekki síður athyglisverð en ægifögur náttúra.

Þar bjó fólk allt frá landnámstíð og á fyrri hluta

20. aldar var útlitið bjart. Vísar að þorpum höfðu myndast og iðnvæddir lifnaðarhættir nútímans haldið innreið sína.

En það reyndist upphafið að endalokunum og skömmu eftir 1960 bjó enginn lengur á þessum slóðum.

Hvað var það sem gerðist? Hvers konar lífi lifði þetta fólk? Hvernig tókst því að þrauka við einhver hörðustu lífsskilyrði sem um getur í Íslandssögunni?

Í þessari mynd er farið um Hornstrandir og Jökulfirði í leit að svörum við þessum og fleiri spurningum.

Framleiðslufyrirtæki: Víðsýn ehf


Höfundur: Steinþór Birgisson


Kvikmyndataka: Arnar Þór Þórisson


Klipping: Steinþór Birgisson


Tónlist: Steingrímur E. Guðmundsson,

Kristinn Árnason, Hans Jóhannsson


Lengd: 2 x 50 mínútur


© Víðsýn ehf.




Á hala veraldar