Anna Kristín Kristjánsdóttir

Sjúkraþjálfari og kennari í BBAT

Viðurkenndur leiðbeinandi í TCA (TAI CHI for Arthritis)

Hafa sambandmailto:annakk@seylan.is?subject=email%20subject
Kynningarmyndbandhttps://vimeo.com/153842964

Anna Kristín Kristjánsdóttir er sjúkraþjálfari (SSGI 1972))  og BBAT þerapisti (IBK1996)  með kennsluréttindi í BBAT frá Institutet i Basal Kroppskännedom Svíþjóð (IBK 2005) og diplomu í Basic Body Awareness Methodology (BBAM)  frá Háskólanum í Bergen (HB 2006). Hún hefur einnig réttindi til að veita faghandleiðslu (EHÍ 1991) og til að kenna Tai Chi for Arthritis (TCA 2012).

Hefur lengst af starfað á geðsviði LSH og síðar með öldruðum. Kenndi líkamsbeitingu um árabil í sjúkraliða- og hjúkrunarskólanum og hjá ýmsum stéttafélögum. Stundakennari við HÍ frá 1987-2008. Undanfarin ár hefur hún  kennt líkamsvitund á námskeiðum á vegum Geðheilsustöðvar Breiðholts og haldið námskeið í TCA  hjá Gigtarfélagi Íslands og Íþróttafélaginu Glóð Kópavogi. Hefur haldið nokkur námskeið í BBAT fyrir sjúkraþjálfara. 

Tai Chi for Health Institutehttp://taichiforhealthinstitute.org/programs/tai-chi-for-arthritis/

Hvað er BBAT ?

BBAT er aðferð til að efla líkamsvitund, þjálfa jafnvægi og hagkvæmar hreyfingar daglegs lífs. BBAT hentar bæði sem meðferð fyrir manneskjur með ýmis einkenni um líkamlegt og andlegt ójafnvægi og í fyrirbyggjandi skyni.

Aðferðin gæti einnig hentað manneskjum, sem stefna að aukinni færni við að tjá sig í daglegu lífi  bæði við störf og leik.

BBAT hefur verið þróuð bæði sem einstaklings-meðferð og hópmeðferð.

Æfðar eru hvíldarstöður og einfaldar hreyfingar daglegs lífs, s.s. að liggja, sitja, standa, ganga, nota röddina. Samskiptaæfingar, nudd, samtöl og íhugun er hluti meðferðarinnar. Aðferðin felur í sér þjálfun í athygli og einbeitingu, sem stuðlar að aukinni meðvitund um ávana hvað varðar hreyfingar og hvíldarstöður. Með aukinni reynslu af æfingunum eykst hvatning til að uppgötva og þróa  eigin getu til að varðveita heilsu sína.

BBAT er viðurkennd aðferð í sjúkraþjálfun á Norðurlöndum.

Margar vísindalegar rannsóknir og klínískar mælingar hafa sýnt fram á að BBAT gefur góðan árangur við margskonar kvillum, t.d. spennu- og álagstengdum verkjum, sálrænum einkennum og streitu.